Sterkur sigur á útivelli

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls/Neista spilaði í gær við ÍR í VISAbikarnum.  Leikurinn fór fram á ÍR-vellinum í blíðskaparveðri. Tindastóll/Neisti hóf leikinn með látum í dag og fyrsta mark leiksins kom eftir 36 sekúndur. 

Tindastóll átti innkast hægra megin við vítateig ÍR, Fríða tók innkastið, sendi á Rabbý sem tók við boltanum og sendi fyrir markið.  Þar kom Brynhildur á ferðinni og skaut í nærstöngina og rúllaði boltinn eftir allri marklínunni, eða þar til að Þóra Rut mætti á svæðið og ýtti boltanum yfir línuna. 

Tindastóll komst í 0-2 á 5. mínútu.  Brynhildur fékk sendingu á miðjunni, snéri sér með boltann og sendi strax inn fyrir á Rabbý sem kom á ferðinni og var hún sloppin ein í gegn.  Hún kláraði færði snyrtilega setti hann framhjá markmanni ÍR í fjærhornið. 

Svo á 16. mínútu komst Tindastóll í 3-0.  Þóra fékk boltann á eigin vítateig, tók á rás með boltann upp völlinn, sendi svo glæsilega sendingu á Brynhildi sem slapp inn fyrir vörn ÍR.  Hún var ekki að hika við hlutina og skaut að marki frá vítateig.  Og þar sannaði hún að skotin þurfa ekki að vera föst, því boltinn lak í netið en nákvæmt var skotið.  Þannig var staðan í hálfleik 0-3.

Í síðari hálfleik minnkaði ÍR muninn í 1-3 en þar við sat.  Sterkur sigur Tindastóls/Neista liðsins á útivelli staðreynd og liðið komið áfram í Vísabikarnum.

  • Byrjunarlið:
  • Kristín Halla, Fríða Rún, Sandra, Elísabet, Guðný Þóra, Snæbjört, Kristveig, Rabbý, Gyða Valdís, Brynhildur og Þóra Rut.
  • Bekkur: Erla Björt, Karen Inga, Sigríður, Rakel og Laufey.
  • Skiptingar:
  • Laufey kom inn á fyrir Gyðu á 54. mínútu
  • Erla Björt kom inn á fyrir Brynhildi á 73. mínútu
  • Karen Inga kom inn á fyrir Þóru á 89. mínútu.
  • Gul spjöld: Elísabet á 73. mín og Snæbjört á 83. mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir