Spáð góðu um helgina

Ekki falleg sumarmynd

Það var kuldalegt að koma út í morgun hitiamælirinn á bílnum sýndi tvær gráður og það er grátt niður í miðjar hlíðar. Samkvæmt spánni á að rigna hér fram eftir degi en síðan stytta upp. helgarspáin er stórgóð.

Spáin gerir ráð fyrir að á morgun og hinn verði ágætur hiti og þurrt. Aftur á að fara að rigna á mánudag en eftir það er spáð allt að 17 gráðu hita. Nú er bara að vona að veðrið í nótt hafi ekki eyðilagt berjauppskeru haustsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir