Sönglög á Sæluviku
Stórskemmtilegir tónleikar voru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 23. apríl s.l. en þá var flutt tónlist úr söngleikjum og íslenskum dægurlögum. Flytjendur kvöldsins sem flestir eiga uppruna sinn úr Skagafirði heilluðu áhorfendur.
Áhorfendur fylltu salinn enda stórgóð skemmtun í boði þar sem frábært tónlistarfólki fluttu lögin með stakri prýði og gæðum. Kynnir og einn flytjandi kvöldsins var Óskar Pétursson einn Álftagerðisbræðra, fór hann á kostum og kítlaði hláturtaugar áhorfenda með Álftagerðishúmornum. Þegar hann kynnti Eyþór Inga á svið sem gríska guðinn varð allt brjálað úr hlátri enda kiknaði öll kvenþjóðin í hnjánum sem stödd var á staðnum en hvort satt var um orð Óskars veit viðkomandi ekki.
Yfir þessum tónkeikum var einstakur léttleiki sem gestir kunnu að meta, klappað var mikið jafnvel stappað í lokin sem segir meira en mörg orð. Það sannast enn og aftur hvað við eigum góða listamenn hér í Skagafirði.
Myndir og texti: Sigrún Guðmundsdóttir
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.