Sólarhring bætt við gulu veðurviðvörunina
Hvassviðri er á mest öllu landinu og er gul veðurviðvörun ríkjandi. Gul viðvörun er á Norðurlandi vestra og hefur sú viðvörun lengst um sólarhring síðan í gær og gengur vindur ekki niður að ráði fyrr en í fyrramálið. Bálhvasst er í Skagafirði þar sem nú er sunnanátt en snýst í suðvestan þegar líður að hádegi og ekki minnkar vinduinn við það.
Í þessum sunnanvindi eru allir vegir greiðfærir en Vegagerðin varar við því að það er óveður á Siglufjarðarvegi og bálhvasst er við Stafá eins og svo oft áður. Heldur virðist veður vera skaplegra í Húnavatnssýslunum þó það sé sennilega staðbundið.
Spár gera ráð fyrir að um kvöldmatarleytið verði vindur hvað mestur í Skagafirði en áætlað er að hann fari þá í 20 m/sek á Sauðárkróki.
Líkt og Feykir sagði frá í gær þá er reiknað með skaplegu veðri á morgun, miðvikudag, en svo hvessir aftur og spáð er vonsku vetrarveðri á föstudag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.