Sláturgerð og samvera

Nú er búið að efna til hópsláturgerðar í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag 20. október frá klukkan 13:00-16:00.

Þaulvanar sláturgerðarkonur kenna og aðstoða gesti við sláturgerðina og ekkert þátttökugjald. Hægt verður að koma í Félagsheimilið á Blönduósi og taka þátt í sláturgerð eða bara koma og fylgjast með. Allir fá sinn afrakstur heim í soðið. Allt hráefni og áhöld verða á staðnum. 

Hin aldagamla íslenska hefð að taka slátur á haustin er á töluverðu undanhaldi í nútíma þjóðfélagi. Hér áður fyrr þótti sláturgerð hluti af sjálfsögðum haustverkum þar sem flest heimili tóku slátur. Félagsleg athöfn þar sem fjölskyldur hittust og tóku slátur saman, kynslóðir sameinuðust og þau yngri lærðu vinnubrögðin af þeim eldri. Markmiðið er að tengja sláturgerð við okkar heimabyggð og varveita þessa aldargömlu hefð með því að endurvekja sláturgerð í samfélaginu þar sem hefðin hefur smám saman farið dvínandi og fáir taka slátur,  kemur fram í auglýsingu viðburðarins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir