Sláttur hafinn í Skagafirði

Bændur hafa oft verið snemma á ferðinni með sláttuvélar sínar til heyverkunar og þá fáum við að heyra í fréttum að sláttur sé hafinn. Sjaldan er sagt frá því að sláttur sé hafinn í þéttbýlinu enda kannski ekki fréttnæmt.

En blaðamaður Feykis.is smellti mynd af sláttumanni á Sauðárkróki í sólinni í morgun

 

Ein saga er til af tveimur kappsömum bændum í Skagafirði. Hafði annar mikinn metnað til þess að verða fyrstur til að slá á hverju sumri. Einn daginn sér hann nágranna sinn keyra niður heimreiðina með sláttuvélina spennta aftan í dráttarvélina og beið þá ekki boðanna og dreif sig af stað með sín tæki út á túnið næst bænum, sló einn hring og hringdi svo í útvarpið og tilkynnti að sláttur væri hafinn í Skagafirði. Þar næst hafði hann samband við nágranna sinn og athugaði hvernig staðan væri hjá honum með sláttinn. –Ég er ekkert byrjaður að slá, sagði nágranninn. Ég þurfti að fara með sláttuvélina í viðgerð!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir