Skráningar hafnar í Vinnuskólann
Skráningar eru hafnar í Vinnuskólann í Skagafirði og munu þær standa til 10. maí. Allir unglingar í 7-10. bekkjum sem búa í Skagafirði geta sótt um vinnu
Aðeins er hægt að sækja um rafrænt.
Tímalaun sumarið 2010 eru sem hér segir:
• 7.bekkur 345-/klst.m.orlofi (hámark 2 vikur/4klst. á dag 6.900 kr./viku)
• 8.bekkur 395- / klst.m. orlofi (hámark 5 vikur 11.850 kr./viku)
• 9.bekkur 470,-/ klst.m.orlofi (hámark 7 vikur 14.100 kr./viku)
• 10.bekkur 600,-/klst.m.orlofi (hámark 8 vikur 18.000 kr. /viku)
• Laun eru greidd út hálfsmánaðarlega
10.bekkur og eldri en 16 ára þarf að skila skattkorti og greiða félagsgjöld og iðgjald í lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag. Unglingar eru tryggðir launþegatryggingu sem tryggir þá í vinnu og á beinni leið til og frá vinnu.
Daglegur vinnutími allra er frá kl. 8:00-12:00 og 13:00-15:30 mánudaga til fimmtudaga og 8:00 – 12:00 á föstudögum. Eða eftir samkomulagi við stofnun þar sem unglingar eru að vinna, en ekki meira en 30 tímar á viku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.