Skólar að hefjast

Varmahlíðarskóli mun hefja kennslu mánudaginn 24. ágúst klukkan hálf níu og er hann fyrsti grunnskólinn í Skagafirði til þess að hefja kennslu þetta haustið. Árskóli verður síðan settur þriðjudaginn 25. ágúst og hefst kennsla þann 26.

Innkaupalistar eru nú að koma inn á heimasíður skólanna og eins er skóladagatal vetrarins komið inn á vef Árskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir