Skólabúðirnar af stað
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.08.2009
kl. 08.47
Skólabúðirnar að Reykjum mun hefja sitt 21. starfsár mánudaginn 24.ágúst n.k. en það hefur verið fastur liður margra skóla að gefa nemendum kost á að dvelja þar í vikutíma við leik og störf.
Skólabúðirnar í Reykjaskóla tóku til starfa haustið 1988 og hafa starfað óslitið síðan. Nemendum grunnskóla víðsvegar að af landinu gefst kostur á að dvelja í skólabúðunum, vikutíma í senn við nám, leik og störf. Árlega koma á bilinu 2800-3000 börn í skólabúðirnar og miðast starfstíminn að mestu við skólaár grunnskóla landsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.