Skólabúðirnar að Reykjum verða áfram

Í þeirri slæmu tíð sem hefur verið í vetur hvað varðar fjármál landsmanna þá var ekki gott útlit með starfsemi Skólabúðirnar að Reykjum þar sem skólar skáru niður þann þátt nemenda að dvelja þar. En börnin neita að láta stoppa sig í að fara og leita annara leiða til að fjármagna ferðina.

 

Að sögn Karls Örvarssonar framkvæmdastjóra skólabúðanna er að rætast úr þessu og telur hann að búið sé að bjarga starfseminni fyrir horn næsta vetur. –Þetta leit illa út í vetur en eins og staðan er núna í umsóknum verða skólabúðirnar vel starfhæfar næsta vetur, segir Karl og telur að ef starfsemi skólabúðanna leggist niður að Reykjum er hætta á að ekki verði farið af stað aftur. Alls vinna átta manns í Skólabúðunum að Reykjum.

 

Í sumar verður mikið um að vera að Reykjum og segir Karl að þá er boðið upp á sumarnámskeið og einnig eru ættarmótin fyrirferðamikil. –Allar helgar eru upppantaðar, segir Karl og horfir björtum augum til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir