Skagstrendingar rækta garðinn sinn
Sveitarfélagið Skagaströnd hyggst bjóða íbúum upp á matjurtagarða í sumar en að því tilefni mun sveitarfélagið standa fyrir námskeið um sáningu og ræktun matjurta í Höfðaskóla laugardaginn 17. apríl kl. 13 til 18.
Á námskeiðinu verður farði yfir fjölmörg atriði og má nefna þessi:
• Hefðbundnar og óhefðbundnar ræktunaraðferðir
• Leiðsögn um hvernig jarðvegur henti og áburðargjöf.
• Útskýrðir helstu þættir mismunandi gerðir ræktunarbeða
• Hollusta og lækningamáttur matjurta.
• Varnir gegn sjúkdómum og skordýrum
• Aðferðir við geymslu og matreiðslu.
• Ræktunaraðferðir kryddjurta og berjarunna
Kennari er garðyrkjufræðingurinn Auður I. Ottesen. Hún býr yfir margra ára reynslu í ræktun matjurta, hefur haldið fjölda námskeiða og tekið saman fræðsluefni um matjurtarækt.
Gjald fyrir námskeiðið er 5.000 kr. og þarf skráning að hafa farið fram fyrir fimmtudaginn 15. apríl nk.
Nánari upplýsingar og skráning er á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455-2700
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.