Skagafjörður óskar eftir 145 milljón króna láni

Meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar lagði fyrir sveitastjórn tillögu þess efnis að sveitarfélagð samþykkti að  taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 145.000.000 kr.  til 15 ára.
Til tryggingar láninu standa  tekjur sveitarfélagsins en lánið er tekið til framkvæmda hjá eignasjóði sveitarfélagsins en sveitarfélagið stendur líkt og kunnugt er í byggingu nýs leikskóla við Árkíl.

Páll Dagbjartsson, sjálfstæðisflokki og Bjarni Jónsson, Vinstri grænum, lögðu báðir til að afgreiðslu málsins yrði frestað. Óskaði Bjarni eftir því að fyrst lægi fyrir  álit óháðs endurskoðanda.
Að endingu lagði Gréta Sjöfn til að málinu yfir skotið til Byggðaráðs og ráðinu gefin heimild til fullnaðarafgreiðslu. Var sú tillaga samþykkt með níu atkvæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir