Sjötíu og fimm ár frá stofnun Mjólkursamlags KS

Það eru fleiri afmæli um þessar mundir hjá KS. Í síðustu viku var mikil veisla vegna 120 ára afmælis KS en  þann 20. apríl s.l., voru liðin 75 ár síðan aðalfundur KS ákvað að reisa og stofna Mjólkursamlag á Sauðárkróki.

 

Það tók undraskamman tíma að byggja samlagið. Fyrir þá sem ekki vita, þá er það steinsteypta byggingin á milli Gránu og Kaupvangs við Aðalgötuna, þar sem m.a. Iðjan er núna. Lengi vel var Foðurblandan til húsa þarna áður en Iðjan kom til.

Fyrsta mjólkin kom rúmu ári eftir stofnun samlagsins þ. 16. júlí árið 1935, en það var Ólafur Lárusson í Skarði, sem kom með fyrstu brúsana til samlagsins þann dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir