Sjóða ber neysluvatnið á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
27.09.2022
kl. 15.25
Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók á Hofsósi, innihéldi Escherichia coli (E. coli) gerla í talsverðu magni eða 140/100ml og ráðleggur Heilbrigðiseftirlitið, í samráði við Matvælastofnun MAST, að neysluvatnið á Hofsósi, sé soðið fyrir neyslu.
Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins segir að íbúar verði látnir vita þegar nauðsynlegum aðgerðum til úrbóta á vatnsveitunni er lokið, sem tryggja endurheimt vatnsgæða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.