Sjálfstæðisflokkurinn braut reglur

Steingrímur J Sigfússon ráðherra

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi braut siðareglur Sambands íslenskra auglýsingastofa með því að birta mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni Vinstri grænna, í blaðaauglýsingu án hans samþykkis. Auglýsingarnar birtust í svæðismiðlum kjördæmisins skömmu fyrir síðustu Alþingiskosningarnar.
VG kærði umræddar auglýsingar til siðanefndar SÍA og var notkun þeirra hætt í kjölfarið.


Úrskurður siðanefndar er á þá leið að umrædd blaðaauglýsing brjóti í bága við 8. gr. siðareglna um auglýsingar sem og anda siðareglnanna, en þar segir : „Grundvallarhugmyndir siðareglnanna eru, að allar auglýsingar skulu vera löglegar, siðlegar, heiðarlegar og segja sannleikann. Auglýsing skal samin með tilliti til félagslegrar ábyrgðar og þess að gætt að viðteknum hefðum um sanngirni í samkeppni sé fylgt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir