Síðasta skólavikan framundan
Elín Lilja Gunnarsdóttir í starfskynningu hitti á Óskar Björnsson skólastjóra og spurði hann út í síðustu daga skólaársins.
Fimmtudagurinn 28 maí verður skrúðganga sem byrjar klukkan 10 og farið verður 2 hringi í kringum sjúkrahúsið og sungið fyrir vistmenn og rölt síðan niðrá Freyjugötu í pylsur.
Föstudaginn 29 maí eru síðan skólaslit og er slitið skólanum hver árgangur fyrir sig hjá 1-3 bekk og síðan klukkan 16 er slitið skólanum hjá 4-8 bekk með lítilli ræðu og tónlistaratriðum svo eru formleg útskrift og skólaslit hjá 9 og 10 bekk um kvöldið, þar verður stærri ræða, tónlistaratriði, afmælisárgangar og mikil gleði, hátignileg og viðrileg. Það eru samtals 44 nemendur sem útskrifast úr skólanum þetta árið. En í haust koma aðeins 28 nemendur eins og staðan er í dag með nýja nemendur og aðeins 8 drengir. Segir Óskar að þetta sé minnsti árgangur síðan miðja síðustu öld.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.