Samsýning heimamanna í Húsi frítímans

Verk eftir Huldu Jónsdóttir.

Laugardaginn 25. apríl kl. 15:00 verður samsýning heimamanna á myndlist opnuð. Sýningin verður sýnd í Húsi frítímans í Sæluvikunni. Margir þeirra listamanna sem eiga myndir á sýningunni eru að sýna í fyrsta skipti og ekki laust við að mikil spenna og jafnvel feimni sé í loftinu.
 
Edda Borg mun syngja við opnunina auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Menningarráð Norðurlands vestra og KS hafa komið að því að styrkja sýninguna.

Alls verða 60 verk til sýnis á sýningunni en listamennirnir eru:
 
Anna Björk Arnardóttir
Björn Mikaelsson
Erla Einarsdóttir
Gunnar Friðriksson
Hulda Jónsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Kristín Dröfn Árnadóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Sævar Einarsson

 

 Sýningin er styrkt af menningarráði Norðurlands vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir