Samstaða með aðalfund á morgun
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu verður haldinn 27. apríl 2010 kl. 20.00, í sal Samstöðu að
Þverbraut 1 Blönduósi.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu
Lýst kjöri stjórnar félagins. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara. Kosning til annarra stjórna, nefnda og ráða sem lög og reglugerðir félagsins gera ráð fyrir.
Kosning tveggja manna í kjörstjórn og tveggja til vara. Lagabreytingar, ef fyrir liggja. Ákvörðun félagsgjalda.
Orlofshúsahappdrættið verður eins og venjulega og fær heppinn aðalfundargestur fría viku í einhverju af orlofshúsum félagsins i í sumar.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel á aðalfundinn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.