Samfylkingin gerir hreint
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.05.2010
kl. 09.17
Í tilefni af 10 ára afmæli Samfylkingarinnar sem er laugardaginn 8. maí munu frambjóðendur S-listans í Húnaþingi vestra standa fyrir hreinsunarátaki með því að tína rusl á Hvammstanga frá klukkan 10 - 12.
Allir eru hjartanlega velkomnir að hjálpa til og er mæting við Félagsheimilið á Hvammstanga klukkan 10 þar sem pokar verða afhentir og svæðum úthlutað.
Að hreinsunarátakinu loknu býður S-listinn öllum íbúum Húnaþings vestra upp á grillaðar pylsur og meðlæti og opnar þar með formlega kosningaskrifstofuna.
Vöfflukaffi er svo milli klukkan 15 og 16.
S-listi Samfylkingarinnar og óháðra hvetur alla til að líta við og ræða málin og skapa skemmtilega stund saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.