Rekstraraðili óskast í Miðgarð
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú í annað sinn eftir rekstraraðila fyrir Menningarhúsið Miðgarð. Áður höfðu þrír sótt um, tveir sem húsverðir en einn sem rekstraraðili en sá dróg umsókn sína til baka.
Rekstraraðila Menningarhússins er ætlað að sjá um daglega starfsemi í húsinu, útleigu, ræstingar og minniháttar viðhald.
Í upplýsingum frá Sveitarfélaginu er meginhlutverk Miðgarðs að vera vettvangur tónlistar sem og að vera æfingaaðstaða fyrir tónlistariðkendur í Skagafirði.
Í Menningarhúsinu verður einnig sérstaklega minnst með sýningu og munum er tengjast ævistarfi Stefáns Íslandi.
Í upphafi Sæluviku var Menningarhúsið formlega tekið í notkun og hefur verið líflegt í húsinu síðan. Á þriðjudaginn söng Karlakórinn Heimir, í gær söng Skagfirski kammerkórinn og í kvöld verður boðið upp á Sönglög á Sæluviku en þar verða flutt vinsæl og sígild sönglög ásamt tónlist úr smiðju ABBA flokksins.
Ýmislegt áhugavert verður í boði í maí s.s. Kóramót Rökkurkórsins og Karlakórsins Heimis, tónleikar með Kór Akraneskirkju, Vortónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar og Ópera Skagafjarðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.