RARIK styrkir menningarstarf á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
23.04.2010
kl. 15.20
Fyrri úthlutun Menningarráðs Norðurlands vestra fyrir árið 2010 fór fram á Gauksmýri, Húnaþingi vestra, sumardaginn fyrsta. Við sama tækifæri var undirritaður samningur við RARIK um styrk við menningarstarf á svæðinu.
Styrkurinn er að upphæð ein milljón króna og er þetta þriðja árið í röð sem RARIK styrkir menningarstarf á Norðurlandi vestra um þessa upphæð.
Samninginn undirrituðu Haukur Ásgeirsson, fyrir hönd RARIK og Guðrún Helgadóttir, formaður Menningarráðs Norðurlands vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.