Pókók á Hofsósi
Leikfélag Hofsóss æfir stíft þessa dagana leikritið Pókók eftir Jökul Jakobsson. Frumsýning 19. mars.
Pókók er fyrsta leikrit Jökuls Jakobssonar og var frumsýnt árið 1961 en einhverra hluta vegna ekki verið sett oft upp í leikhúsum landsins. Að sögn Fríðu Eyjólfsdóttur formanns LH virðist það standast vel tímans tönn því margt gerist í leikritinu sem auðvelt er að heimfæra upp á það ástand sem hefur skapast í þjóðfélaginu undanfarin ár.
Fríða segir að vel hafi gengið að manna leikritið en tólf leikrar eru í uppfærslu LH og fara með fimmtán hlutverk. Frumsýning er áætluð föstudagskvöldið 19. mars. Þröstur Guðbjartsson leikstýrir verkinu en hann er Skagfirðingum að góðu kunnur fyrir leikstjórn hjá LS.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.