PERFECT ILLUSION / Lady Gaga
Snillingurinn Lady Gaga er komin á ferðina aftur og nú nýlega skellti hún hinu eiturhressa lagi, Perfect Illusion, út á alnetið ásamt tilheyrandi myndbandi. Það er alltaf gaman af þessari mögnuðu fjöllistakonu.
Á íslenskri Wikipediu-síðu segir: „Stefani Joanne Angelina Germanotta (f. 28. mars 1986), sem er betur þekkt undir listamannsnafni sínu Lady Gaga, er bandarísk söngkona, lagahöfundur og tónlistarmaður.
Frumraun hennar, The Fame, var gefin út þann 19. ágúst 2008. Auk þess að fá almennt jákvæða dóma náði platan í fyrsta sæti í mörgum löndum. Fyrstu tvær smáskífur hennar, Just Dance og Poker Face, fóru báðar í efsta sæti vinsældalista út um allan heim.“
Síðan er hún búin að gera helling – meira að segja hitta Jón Gnarr á Íslandi. Það gerir hana að Íslandsvini. Nýr diskur, Joanne, kemur út 21. október.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.