Peace4Life

Leiklistarhópurinn stillir sér friðsamlega upp

Föstudaginn 22. ágúst kl 21.00 verður frumsýnt í Árgarði afrakstur vinnu ungs fólks er tekur þátt í verkefni er nefnist Peace4Life og er á vegum Evrópu unga fólksins. Það er félagmiðstöðin Friður á Sauðárkróki sem stendur fyrir verkefninu.

Friðarlagið æft

Auk unglinga úr Friði taka þátt krakkar frá Möltu, Finnlandi og Litháen en þau hafa unnið í fjórum hópum að því að skapa þá list sem sýna á í Árgarði annað kvöld og svo á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn.

Friðardansinn stiginn

-Verkefnið skiptist niður á tónlistar-, dans-, ljósmynda- og leiklistarhóp og vinna þeir út frá verkefninu friður og þetta á að smella allt saman á sýningunni annað kvöld, segir Árni Gísli Brynleifsson einn af verkefnisstjórum Peace4Live og bætir við -Þá er bara að finna út hvernig hægt er að túlka frið í sínum hópum. Dansa, syngja, leika og mynda frið.

Ljósmyndahópurinn að störfum

Hópurinn hefur haft aðstöðu á Steinstöðum sem áður hýsti Kjöthlöðuna en þar er tilvalinn staður fyrir svona verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir