OUT OF THE WOODS / Taylor Swift
Taylor Swift er með ólíkindum hæfileikarík tónlistarkona. Þegar hún var 10 ára gömul ku tölvuviðgerðarmaður hafa kennt henni þrjú grip á gítar og kveikti hjá henni áhugann á að búa til tónlist. 11 ára gömul reyndi hún fyrst fyrir sér í Nashville, árið 2000, en án árangurs en það má segja að frá árinu 2005 sé tónlistarferill hennar ein óslitin sigurganga. Hér er myndband sem fylgir nýjasta singölnum af plötunni 1989, Out of the Woods.
Það má lesa um Taylor Swift hér á Wikipedia. Svo má einnig geta þess að þeir sem ekki eru mikið fyrir svona popp eins og er að finna á plötunni 1989 geta prófað að renna í gegn útgáfu tónlistarmannsins Ryan Adams en hann gerði sér lítið fyrir og gerði sína útgáfu, lag fyrir lag, af plötu Taylor Swift. Hann hafði áhuga á að útsetja lögin í anda The Smiths, Bruce Springsteen og jafnvel pönkast aðeins í þeim.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.