Óskasteinaverkefnið í Varmahlíðarskóla
Grunnskólanemendur í Skagafirði hafa tekið höndum saman um verkefnið Óskastein til styrktar Þuríði Hörpu Sigurðardóttur sem slasaðist alvarlega í hestaslysi árið 2007. Þuríður Harpa hyggst fara til Indlands síðar á árinu til þess að leita sér lækninga.
Nemendur skólanna safna og pakka í þar til gerðar öskjur litlum steinum, hvísla í þær óskir sýnar en öskjurnar verður síðan seldar af kvenfélagskonum víða um land.
Nemendur Varmahlíðarskóla fengu Þuríði Hörpu í heimsókn í síðustu viku og svaraði Þuríður öllum spurningum nemenda varðandi vekefnið svo og hið stóra verkefni sem býður Þuríðar.
Hægt er að lesa nánar um verkefni Þuríðar hér auk þess sem Kolbjörg Katla Hinriksdóttir nemandi í starfskynningu mun taka viðtal við Þuríði um verkefnið fyrir næsta blað Feykis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.