Óraunhæft að hafa einn lögreglustjóra fyrir allt Norðurland

Einar K Guðfinnsson sagði í ræði sinni á alþingi í gær að hann teldi  algjörlega óraunhæft að hafa einn lögreglustjóra fyrir Vesturland og Vestfirði og ein fyrir  allt Norðurland.
-Það er ekkert að ástæðulausu að menn hafa áhyggjur uppi þegar kemur að því að sameina embætti úti á landsbyggðinni. Þetta er ekki eins og menn hafi ekki staðið frammi fyrir svona hlutum áður. Það er ekki eins og menn hafi ekki áður heyrt það að þetta muni ekki hafa neina röskun í för með sér. Reynslan sem því miður er nú yfirleitt ólygnust segir okkur að þetta gengur allt ágætlega fyrst, en einhvern veginn er þetta þannig að hinir miðlægu kraftar toga fólkið og fjármagnið til sín. Þess vegna eru menn logandi hræddir á landsbyggðinni við það að missa frá sér störf og missa frá sér áhrif og missa frá sér þjónustu. Það er þetta sem þetta snýst um, sagði Einar K í ræðu sinni á alþingi.

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um fækkun lögregluembætta niður í sjö en hætt var við að leggja frumvarpið fram fyrir síðustu jól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir