Öflugur hópur girðir Brimnesskóga

Á myndinni eru, talið frá vinstri:  Ottó S. Michelsen, Ómar Örn Pálsson, Steinn Kárason, Vilhjálmur Egilsson, Stefán S. Guðjónsson og Snorri Stefánsson.

Stjórnarmenn í Brimnesskógum ásamt sjálfboðaliðum girtu tuttugu og einn hektara lands sem félag um endurheimt Brimnesskóga hefur til afnota vestan við Kolku í Skagafirði. Ellefu sjálfboðaliðar girtu á tveimur dögum ríflega eins og hálfs kílómetra langa girðingu sem liggur um móa og mela þar sem unnið er nú að endurheimt hinna fornu Brimnesskóga skammt sunnan Kolkuóss.

 

 

 

 

 

Við endurheimt Brimnesskóga eru eingöngu notuð tré sem vaxið hafa í Skagafirði frá landnámi, tré upprunnin úr Fögruhlíð í Austurdal og Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal. Til þessa hafa m.a. verið gróðursettur vefjaræktaður reynir og ágrætt birki úr Geirmundarhólaskógi. Kynbætt birki verður gróðursett á næstu árum og gefst Skagfirðingum þá kostur á að eignast slíkt “ofurbirki”, en það eru tré sem talið er að verði a.m.k. 30 % hærri og öflugri en gerist í skógunum nú.

Félaginu hafa borist minningargjafir um látna Skagfirðinga til starfseminnar. Þeim sem þess  óska verður gefinn kostur á að láta gróðursetja minningarlundi um ættingja sína eða vini.

 Fyrirspurnir hafa borist félaginu um kaup á þessu merka birki og hefur stjórn félagsis málið til athugunar og er með áform um að áhugasamir geti eignast á birkið í áskrift
Talsmenn Brimnesskóga vilja koma á framfæri hlýju og þökkum til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg í þessu metnaðarfulla verkefni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir