Öðruvísi bóndi

Hver segir að maður þurfi að eiga traktor til þess að vera bóndi?

 

Páll Friðriksson, blaðamaður, er staddur í sumarfríi þessa dagana en í gær sást til hans við mjög svo öðruvísi verk en Páll var að slóðadraga tún sitt á Nöfunum á Sauðárkróki.

Ekki það að verkið að slóðadraga sér eitthvað öðruvísi heldur kannski aðferð Páls við verkið. Í stað hins hefðbundna traktors hafði Páll bundið græjuna aftan í Subaru bifreið sinni og geystist þannig um túni. Heitir þetta ekki að bjarga sér?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir