Óðinn Ómarsson genginn til liðs við Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.04.2010
kl. 10.59
Óðinn Ómarsson hefur gengið frá félagaskiptum sínum í Tindastól og hefur fengið leikheimild frá KSÍ.
Óðinn er fæddur árið 1989 og er nýfluttur til Sauðárkróks. Hann hefur verið á mála hjá Álftanesi, Stjörnunni, Val, KFG og Hvöt á undanförnum árum en hefur nú skipt yfir í Tindastól.
Óðinn er boðinn velkominn í Tindastól og að sjálfsögðu á Krókinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.