Nýr fréttaritari á Norðanáttinni
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
14.04.2010
kl. 17.53
Fjölgað hefur í hópi fréttaritara á Norðanáttinni, vefmiðli Vestur Húnvetninga. Sá sem þar er á ferð heitir Páll Sigurður Björnsson en hann er mörgum kunnur fyrir skrif sín á Hvammstangabloggið.
Páll fer víða um sýsluna vegna starfa sinna og hefur myndavélina ávallt með og setur reglulega inn myndir og fréttir úr héraðinu á síðuna sína, eins hefur hann verið okkur á Feyki innan handar bæði með efni og myndir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.