Nýr formaður Byggðastofnunar
Ný stjórn Byggðastofnunar var skipuð á ársfundi Byggðastofnunar 20. maí s.l. Nýr formaður stjórnar er Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki en hún var áður alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Anna Kristín var skipuð formaður stjórnar Byggðastofnunar til eins árs og Bjarni Jónsson varaformaður. Guðjón Guðmundsson og Örlygur Hnefill Jónsson fóru úr stjórn. Í stað þeirra komu Arndís Soffía Sigurðardóttir og Ásmundur Sverrir Pálsson.
Stjórn Byggðastofnunar er skipuð eftirfarandi:
Aðalmenn
Anna Kristín Gunnarsdóttir, formaður, Sauðárkróki
Bjarni Jónsson, varaformaður, Hólum
Arndís Soffía Sigurðardóttir, Hvolsvelli
Ásmundur Sverrir Pálsson, Selfossi
Drífa Hjartardóttir, Hellu
Herdís Á. Sæmundardóttir, Sauðárkróki
Kristján Þór Júlíusson, Akureyri
Varamenn
Birna Lárusdóttir, Ísafirði
Guðrún Erlingsdóttir, Vestmannaeyjum
Jóhanna Gísladóttir, Vopnafirði
Kjartan Þ. Ólafsson, Selfossi
Soffía Vagnsdóttir, Bolungarvík
Valgerður Jónsdóttir, Akureyri
Þorvaldur Tómas Jónsson, Borgarnesi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.