Nú tökum við til í eigin garði
feykir.is
Skagafjörður
22.05.2009
kl. 08.27
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar efnir til umhverfisdaga 25. maí – 3. júní 2009. Á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð er hægt að setja úrgang út á gangstétt við húsið og verður það síðan fjarlægt af starfsmönnum sveitarfélagsins.
Á Sauðárkróki verður rusl fjarlægt dagana 25. maí og 2. júní en á
Hofsósi og í Varmahlíð 26. maí og 3. júní. Einnig er hægt að nota gámasvæðin á þessum stöðum.
Skagfirðingar eru hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum og byrja sumarið á ærlegri garðatiltekt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.