Nóg að gera hjá skíðafólki

Skíðadeild Tindastóls hélt svokallað  Bakarísmót fyrir skömmu þar sem skíðakrakkar renndu sér niður brekkurnar og kepptu sín á milli. Um síðustu helgi var farið á Siglufjörð og keppt í stórsvigi.

Það voru fimm krakkar úr skíðadeild Tindastóls sem tóku þátt í afmælismóti á Siglufirði um síðustu helgi og skemmst frá því að segja að öll stóðu þau sig vel.

Birna María varð í 2. sæti í flokki 9 ára stelpna

Kolbrún Sonja lenti í 7. sæti í flokki 10 ára stúlkna

Aron Már endaði í 5. sæti í flokki 10 ára drengja

Vala Rún hafnaði í 9.sæti í flokki 10 ára stúlkna

Hákon Ingi náði 5.sætinu í flokki 12 ára drengja

Um næstu helgi verður haldið innanfélagsmót auk þess sem Reykjarvíkurmót verður haldið í Tindastóli en snjóleysi hefur verið að hrjá sunnlenska skíðamenn.

Andrésar Andarleikar  verða haldnir á Akureyri eftir tvær vikur og ætlar Tindastóll að senda 36 keppendur til leiks og hver veit nema að þar verði nái einhverjir að skíða sig til sigurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir