Nemendur í náttúruskoðun
feykir.is
Skagafjörður
17.05.2010
kl. 10.15
Nemendur ferðamáladeildar Hólaskóla sem taka þátt í námskeiðinu Náttúra Íslands fóru í vettvangsferð á dögunum um Skagafjörð.
Í ferðinni var sérstök áhersla á fuglaskoðun og jarðfræði. Veðrið lék við fólk og er óhætt að segja að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð. Kennarar námskeiðsins eru þeir Bjarni Kristófer Kristjánsson og Stefán Óli Steingrímsson. Með í för var einnig Þórdís V. Bragadóttir líffræðingur á Náttúrustofu NV, en hún rannsakar helsingja. Myndasmiður í ferðinni var Skúli Björnsson nemandi en fleiri myndir má sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.