Námskeið í MindManager

Námskeið í notkun MindManager verður í Farskólanum 15. apríl ef næg þátttaka næst. MindManager nýtist við skipulagningu, stjórnun, skýrslugerð, nám og fleira.

MindManager er einstök lausn sem nýtist við verkefnastjórnun, skipulagningu, hugarflug, fundarstjórnun, upplýsingastjórnun, kynningar og skýrslugerð. Mind Manager sparar tíma og eykur yfirsýn.

Elín Þorsteinsdóttir hjá Verkefnalausnum, umboðsaðila MindManager, kemur í Farskólann og kennir á forritið. Lágmarksþátttaka er 10 manns. Kennt er í Farskólanum á Sauðárkróki. Æskilegt er að þátttakendur komi með eigin fartölvur en ef ekki þá eru fartölvur til staðar á námskeiðinu.

Frekari upplýsingar og skráningar í Farskólanum í síma 455-6010. Síðasti dagur til að skrá sig er mánudagurinn 12. apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir