Mun Eldur í Húnaþingi slökkna í sumar ?
Enginn hefur sýnt áhuga á að taka þátt í skipulagningu Unglistahátíðarinnar 2010 (21. -25. júlí ) og er útlitið því að sögn heimamanna afar svart.
Í yfirlýsingu frá áhugafólki kemur fram að það taki mikinn tíma að skipuleggja hátíð eins og þessa og ný nefnd þurfi því að taka til starfa sem allra, allra fyrst. Því fleiri sem gefa kost á sér þeim mun minni vinna lendir á hverjum og einum.
Undirritaðar geti verið nýrri stjórn innan handar fyrsta mánuðinn.
Loka, loka lokafrestur áhugasamra til þess að melda sig inn er fimmtudagurinn 15. apríl.
Áhugasamir hafi samband á netfangið eldurihun@gmail.comeða við Helgu Hinriks í s. 8944931 og Gunnhildi í s. 6167937 eftir kl. 16 á daginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.