Minnisvarði um druknaða sjómenn

Haraldur Þór Jóhannsson, betur þekktur sem Halli í Enni, hefur sótt um leyfi fyrir uppsetningu minnisvarða um druknaða sjómenn á opnu svæði betur þekkt sem Plássið á Hofsósi.

Fyrirhugar Haraldur að reisa stuðlabergsdrang ca. 1,7 m á hæð.  Í umsókn kemur fram að umsækjandi muni sjá um alla vinnu og kostnað við uppsetningu minnisvarðans og annast umsjón hans. Skipulags-og byggingarnefnd Skagafjarðar hefur þegar samþykkt umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Byggðarráðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir