Merkingar á frjálsíþróttavelli óviðundandi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.05.2009
kl. 09.42
Endurnýja þarf merkingar á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki fyrir Unglingalandsmótið í sumar en stjórn Frjálsíþróttasambandsins hefur ályktað að ekki sé hægt að halda viðurkennd mót á vellinum eins og hann er merktur í dag.
Ómar Bragi Stefánsson, Halldór Halldórsson og Hjalti Þórðarson fulltrúar Unglingalandsmóts kynntu máli á fundi Félags- og tómstundarnefndar á dögunum. Að sögn Ómars Braga er UMFÍ tilbúið að aðstoða við að leysa málið. Nefnin hefur falið Frístundastjóra að leita til Fjárlaganefndar og Menntamálaráðuneytis eftir stuðningi við lagfæringar á vellinum. Þar sem framkvæmdin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar málaflokksins er málinu vísað til Byggðaráðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.