Matjurtagarðarnir á Gránumóum í sumar
feykir.is
Skagafjörður
07.05.2010
kl. 10.02
Sveitarfélagið Skagafjörður mun í sumar bjóða upp á matjurtagarða á Gránumóum og verður rekstur þeirra með svipuðum hætti og verið hefur.
Þar er boðið upp á land til ræktunar matjurta. Stefnt er að því að garðurinn verði unninn nú í lok maímánaðar. Áhugasamir hafi samband við Helgu Gunnlaugsdóttur garðyrkjustjóra í síma 861-3490.
Gjald fyrir hvern fermetra hefur verið ákveðið kr. 40 en ekki kr. 400 eins og misritaðist í auglýsingu í Sjónhorni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.