Margt var um manninn á handverkssýningu eldri borgara
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
22.05.2009
kl. 11.22
Hin árlega handverkssýning eldri borgara í Hnitbjörgum var í gær, á degi aldraðra.
Sýningin var vel sótt að vanda og gátu gestir skoðað það sem útbúið hafði verið í vetur af eldri borgurum.
Til sýnis voru m.a. veggteppi, dúkkuföt, barnaföt, svuntur og skálar af ýmsum tegundum svo fátt eitt sé talið upp. Þegar því var lokið var hægt að setjast niður og spjalla við aðra gesti og fá sér kaffisopa og kökur.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.