Margt í boði í Farskólanum
Ýmis námskeið eru í boði hjá Farskólanum alla jafna og má um þau fræðast í námsvísi vorannar sem kominn er í öll hús á Norðurlandi vestra.
Austurlensk matargerð, Enska 1, Prinsessugreiðslur, GPS framhald og Smurbrauð er meðal þess sem boðið er upp á í skólanum en margt fleira er í boði. Náms- og starfsráðgjöf bæði í fyrirtækjum og til einstaklinga stendur íbúum Skagafjarðar til boða þar sem veitt er ráðgjöf og upplýsingar varðandi nám og störf.
Á heimasíðu Farskólans er fólk hvatt til að skrá sig sem fyrst á námskeið, hafi það áhuga því námskeið hefjast um leið og lágmarksþátttöku er náð en lágmarksfjöldi á námskeið er yfirleitt 8 þátttakendur. Allir sem greiða í stéttarfélög eiga rétt á styrk til greiðslu á námskeiðum og fer upphæð styrkja eftir hve lengi hefur verið greitt til stéttarfélags og um hvers konar námskeið er að ræða. Styrkir geta verið allt frá 50% vegna tómstundanámskeiða og allt að 75% vegna annarra námskeiða. Farskólinn hvetur fólk til að kynna sér vel rétt sinn til styrkja hjá stéttarfélagi sínu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.