Lögregla leggur hald á töluvert af fíkniefnum
Lögreglan á Sauðárkróki handtók í gær tvo aðila þegar þeir hugðust sækja pakka sem komið hafði með flugi til Sauðárkróks. Í pakkanum reyndust vera um 70 grömm af maríhúana sem í daglegu tali er kallað gras og er ein af afurðum Cannabis plöntunnar.
Þessum 70 grömmum hafði verið pakkað í smærri pakkningar og leikur grunur á að efnið hafi verið ætlað til sölu. Við húsleit sem framkvæmd var í framhaldi handtökunnar fundust áhöld til neyslu fíkniefna og einnig töluverðir fjármunir. Eftir skýrslutöku var aðilunum sleppt. Málið er enn í rannsókn og er það unnið í samvinnu við lögregluna á Siglufirði.
Lögreglan vill árétta að hægt er að koma nafnlausum upplýsingum til lögreglu í gegn um heimasíðu lögreglunnar á Sauðárkróki og í gegn um fíkniefnasímann 800-5005.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.