Ljósleiðarinn af stað aftur
feykir.is
Skagafjörður
19.05.2009
kl. 09.02
Nú er klaki að fara úr jörðu og þá væntanlega einnig úr rörum Gagnaveitunnar í Hlíðahverfi á Sauðarkróki. Verið er að undirbúa ídrátt á ljósleiðaraheimtaug og uppsetningu á húskassa í öll hús á því svæði og lýkur því vonandi í sumar.
Íbúar í Túnahverfi, Sætum og í blokkunum á Víðigrund eru einn af öðrum að færa netsamband sitt yfir á ljósleiðarann og eru Vodafone og Fjölnet þau fyrirtæki sem bjóða þjónustu vegna ljósleiðarana.
Gagnaveita Skagafjarðar er með heimasíðu www.gvs.is Þar er hægt að fylgjast með gangi mála og með því að setja götunafn og húsnúmer í réttan reit er hægt að komast að því í hvelli hvort að húsið sé ljósleiðaravætt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.