Ljósleiðari í Aðalgötu og Skógargötu
Aðalfundur Gagnaveitu Skagafjarðar var haldin föstudaginn 10 Júlí. Nokkur mannaskipti urðu í stjórn Gagnaveitunnar og er Einar Gíslason, nýr formaður stjórnar, í stað Gunnars Braga Sveinssonar.
Fráfarandi stjórnarformaður, Gunnar Bragi Sveinsson gat ekki verið viðstaddur vegna anna á Alþingi en tók þátt í fundinum með símfundabúnaði.
Fundurinn fór fram skv. auglýstri dagskrá og eru helstu tíðindi þau að skipt var um fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og fulltrúa Skagafjarðarveitna í stjórn. Í stað Gunnars Braga Sveinssonar kom Gísli Árnason og í stað Páls Pálssonar kom Einar Gíslason. Voru þeim Gunnari og Páli þökkuð vel unnin störf og Gísli og Einar boðnir velkomnir til starfa.
Næstu verkefni Gagnaveitunnar eru lagning ljósleiðara í Hlíðahverfi og síðan Akrahrepp auk þess að leggja mat á kostnað ljósleiðara í gamla bæjarhlutann á Sauðárkróki og er ætlunin að byrja í Aðalgötu og Skógargötu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.