Lausar stöður í leik- og grunnskólum í Skagafirði

Atvinnuleysi hefur heldur dregist saman á Norðurlandi vestra og eru nú 143 án atvinnu en fyrir tveimur mánuðum voru um 190 án atvinnu. Eitthvað er um laus störf og á heimasíðu Skagafjaraðr kemur fram að Lausar séu til  umsóknar stöður við leik- og grunnskólana í Skagafirði frá og með næsta skólaári.
Eftirtaldar stöður eru lausar:

Leikskólakennarastaða við Leikskólann Birkilund í Varmahlíð. Upplýsingar gefur Steinunn Arnljótsdóttir, leikskólastjóri í síma 4538215.
Kennarastöður við Varmahlíðarskóla. Um er að ræða bekkjarkennslu á yngsta stigi, trésmíði og járnsmíði. Upplýsingar gefur Páll Dagbjartsson skólastjóri í síma 4538225.
100% staða skólaliða við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi. Upplýsingar gefur Jón Hilmarsson skólastjóri í síma 4537344.
100% staða deildarstjóra við  Leikskólann Barnaborg á Hofsósi. Upplýsingar gefur Anna Stefánsdóttir, leikskólastjóri í síma 4535760.
Skólaliðastöður við Árskóla frá og með 1. ágúst n.k. Upplýsingar gefur Óskar Björnsson skólastjóri í síma 4551100.
Danskennsla við Árskóla. Upplýsingar gefur Óskar Björnsson skólastjóri í síma 4551100.
Tónmenntakennsla við Árskóla. Upplýsingar gefur Óskar Björnsson skólastjóri í síma 4551100.
Kennarastaða á unglingastigi við Árskóla. Kennslugreinar eru danska, stærðfræði, íslenska og íþróttir. Upplýsingar gefur Óskar Björnsson skólastjóri í síma 4551100.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir