Landsmót hestamanna verður haldið þrátt fyrir hóstapest
Á fundi framkvæmdanefndar Landsmóts hestamanna sem haldinn var í Skagafirði í gær, 7. maí með dýralækni hrossasjúkdóma var ákveðið að ekki verði hvikað frá undirbúningi Landsmóts þrátt fyrir að smitandi hósti gangi nú yfir hrossastofninn.
Kynbótasýningum verður fram haldið samkvæmt auglýstri dagskrá. Ef á þarf að halda verða settar á aukakynbótasýningar sem eingöngu verða ætlaðar þeim hrossum sem ekki hafa áður getað mætt vegna veikinda.
Í lögum og reglum Landssambands hestamannafélaga, grein 6.5, er heimild til þess að félögin haldi tvær umferðir Landsmótsúrtöku. Félögin eru hvött til þess að nýta þetta ákvæði, ef þörf krefur, til að veita sem flestum tækifæri til að afla sér þátttökuréttar á Landsmóti. Hestamenn eru hvattir til að gæta að velferð hrossa sinna og mæta ekki með veik hross til keppni eða sýninga.
Frekari upplýsingar um smitandi hósta hrossa er að finna HÉR.
Landsmót hestamanna fagnar í ár 60 ára afmæli og er hið 19. í röðinni frá því að fyrsta mótið var haldið á Þingvöllum árið 1950.
Framkvæmdanefnd Landsmóts hestamanna 2010
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.