Lán vegna Norðurár bs
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 380.000.000 kr. til 14 ára, með föstum 5,03% vöxtum.
Lánið er ætlað til framkvæmda við sorpurðunarstað að Sölvabakka, A-Hún.
Er ábyrgð sveitarfélagsins veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðar að Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. Fari svo að Sveitarfélagið Skagafjörður selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Skagafjörður sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.