Króksbíó sýnir myndina CAPTAIN AMERICA - Brave new world í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.03.2025
kl. 09.00
CAPTAIN AMERICA: Brave new world verður sýnd í kvöld mánudaginn 3. mars, í Króksbíói kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós.
Hér er á ferðinni spennumynd með leikurunum Anthony Mackie, Harrison Ford, Tim Blake Nelson, Shira Haas og Danny Ramirez úr smiðju Marvel Studiós. Myndin segir frá því þegar Sam lendir skyndilega á fundi með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, þar sem hann er settur í alþjóðlegt verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.