Krían er komin

 Við sögðum frá því í gær að farfuglarnir týndust nú í Skagafjörðinn einn af öðrum en að Krían væri ekki komin. Pálmi Jónsson hafði samband við Feyki.is en hann var að keyra í Blönduhlíðinni í gær og sá þá eina Kríu neðan við þjóðveginn nánar tiltekið við Úlfstaði.
Má því ekki segja að vorið og síðan sumarið sé sannarlega komið þar sem Krían er mætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir